Ferill 504. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 564  —  504. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um eftirlit með vistráðningum.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða aðila eða aðilum hefur verið falið að sinna eftirliti með vistráðningum skv. 8. mgr. 68. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016?
     2.      Hvernig er eftirlitinu háttað? Hvernig er það ákveðið hverjir skuli lúta eftirliti og hver ákveður það?
     3.      Hversu margar ábendingar hafa Útlendingastofnun borist á síðustu fimm árum um hugsanleg brot á vistráðningarsamningi og hvernig hefur stofnunin brugðist við slíkum ábendingum?
     4.      Hverjar eru mögulegar afleiðingar þess að ekki sé bætt úr vanefndum eða öðrum annmörkum af hálfu vistfjölskyldu í kjölfar eftirlits skv. 8. mgr. 68. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016?


Munnlegt svar óskast.